4000 Bretar misstu vinnuna í gær

Fjögur þúsund Bretum var sagt upp vinnunni í gær. Óttast er að allt að tvær milljónir verði búnir að missa vinnuna snemma á næsta ári, samkvæmt The Observer. Ekki hafa fleiri verið atvinnulausir í Bretlandi síðan 1998. Fyrirtæki í lyfjaiðnaði, tæki- og fjölmiðlar tilkynntu um samdrátt og uppsagnir í gær.

Búist er við að uppsagnir verið í flestum atvinnugreinum en hingað til hafa það verið eins og hér á landi verkamenn, byggingarmenn og bankastarfsmenn sem hafa misst vinnuna. Auk þess sem starfsmenn hótela og veitingastaða hafa verið að missa vinnuna í meira mæli en í öðrum geirum í Bretlandi.

Virgin Media tilkynnti í gær að fækkað yrði um 2,200 starfsgildi, og það aðeins í Bretlandi. Lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline, Yell, sem gefur út gulu síðurnar, lófatölvufyrirtækið Psion og byggingafyrirtækið Taylor Wimpey sögðu einnig að fækkað yrði í starfsliði þeirra. Þá tilkynnti Vodafone einnig að það kæmi til uppsagna.

2,200 missa vinnuna hjá Virgin Media, eins og áður sagði, 1,000 hjá Taylor Wimpey, 620 hjá GlaxoSmithKline, 300 hjá Yell þar sem þegar hafa 1,300 misst vinnuna, 40 hjá Six og um 10 hjá Psion.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert