Flugskeytum skotið á Ísrael

Sjóliðar Hamas samtakanna á Gasasvæðinu.
Sjóliðar Hamas samtakanna á Gasasvæðinu. AP

Herskáir Palestínumenn hafa skotið a.m.k. fjórum flugskeytum yfir landamærin til Gasasvæðisins eftir að fjórir liðsmenn Hamas samtakanna féllu í átökum við ísraelska hermenn á landamærum Ísraels og Gasasvæðisins í gær. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Samkvæmt upplýsingum Ísraelshers voru mennirnir að koma fyrir sprengjum við landamærin er á þá var skotið. Mennirnir svöruðu árásinni og notuðu m.a. sprengjuvörpur til þess. Þá sprakk ein sprengja sem þeir höfðu meðferðis. 

Abu Obeida, talsmaður hernaðarvængs Hamas, samtakanna hótað strax hefndum eftir mennina og Fawzi Barhoum, talsmaður stjórnmálaarms Hamas á Gasa, segir árás Ísraelshers á þá vera brot á fimm mánaða vopnahléi. Hann gaf þó ekki gefið í skyn að vopnahléið væri í hættu.  

Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraels, varaði við því fyrr í vikunni að ólga kraumi undir yfirborðinu. „Þrátt fyrir að fremur rólegt hafi verið í kring um okkur vitum við að það eru hlutir að gerjast undir yfirborðinu,” sagði hann.

Vika er frá því sjö Palestínumenn létu lífið í átökum Palestínumanna og ísraelskra hermanna en átökin brutust út eftir að hermennirnir fóru inn á Gasasvæðið til að eyðileggja göng sem Palestínumenn höfðu notað til smygls inn á Gasasvæðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert