Íbúar Gaza fá ekki mat

Palestínsk kona í þorpi á Gaza-svæðinu.
Palestínsk kona í þorpi á Gaza-svæðinu. Reuters

Starfsmenn hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna á Gaza-svæðinu hafa þurft að vísa frá þúsundum Palestínumanna, sem þurfa á matvælaaðstoð að halda, vegna þess að birgðir stofnunarinnar eru á þrotum.

Um 20.000 Palesrtínumenn höfðu átt að fá hrísgrjón, hveiti, sykur og matarolíu í dag hjá stofnun sem annast dreifingu matvæla á Gaza-svæðinu. Alls þurfa um 750.000 Gaza-búar á matvælaaðstoð að halda.

Hjálparstofnunin segir að birgðir hennar séu á þrotum vegna aðgerða Ísraela sem hafa lokað landamærunum og stöðvað flutninga til Gaza-svæðisins síðustu ellefu daga vegna flugskeytaárása þaðan á nálæg þorp gyðinga.

Orkuveri Gaza-svæðisins hefur einnig verið lokað vegna eldsneytisskorts. Rafmagnslaust er því víða á Gaza-svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert