Enn eitt sjórán undan ströndum Sómalíu

Sjóræningjar um borð í MV Faina á Aden flóa ásamt …
Sjóræningjar um borð í MV Faina á Aden flóa ásamt áhöfn, sem þeir halda í gíslingu. AP

Sjóræningjar réðust um borð í japanskt flutningaskip undan ströndum Sómalíu í gær. Tuttugu og þrír eru í áhöfn flutningaskipsins og eru þeir í haldi sjóræningjanna. Ekki er vitað um líðan gíslanna. Sómalskir sjóræningjar hafa rænt yfir 30 skipum það sem af er ári og er siglingaleiðin um Aden flóa eða sjóræningjaflóa eins og hann kallast nú, ein sú hættulegasta í veröldinni.

Í síðustu viku reyndu sjóræningjar að ráðsatum borð í danskt flutningaskip í Aden flóa en rússnesk og bresk skip komu því danksa til hjálpar og hröktu sjóræningjana á brott.

Skömmu áður höfðu sjóræniongjar náð tyrknesku tankskipi á sitt vald í flóanum og héldu 14 manna áhöfn í gíslingu. Öðru tankskip ásamt 21 manna áhöfn var rænt á Aden flóa í vikunni.

Úkraínska flutningaskipið MV Faina er enn á valdi sómalskra sjóræningja en þeir hafa krafist lausnargjalds upp á 20 milljónir Bandaríkjadala.

Stjórnvöld í Suður Kóreu íhuga nú að senda herskip í Aden flóa til að berjast gegn sómölskum sjóræningjum.

MV Faina sem nú er á valdi sjóræningja í Aden …
MV Faina sem nú er á valdi sjóræningja í Aden flóa AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert