Eþíópísk herlið yfirgefa Sómalíu

Abdullahi Yusuf forseti Sómalíu
Abdullahi Yusuf forseti Sómalíu ANTONY NJUGUNA

Eþíópísk yfirvöld tilkynntu í dag að þau muni draga herlið sín út úr Sómalíu fyrir árslok og binda þar með endi á tveggja ára hernám sem ekki þykir hafa heppnast sem skyldi. Um leið fara áhyggjur af þverrandi öryggi í Sómalíu vaxandi.

Hætta þykir á því að landið rati í hendur íslamistahreyfingarinnar Shebab og bandamanna hennar þar sem herlið Afríkubandalagsins sé ekki enn reiðubúið til starfa með svo skömmum fyrirvara.

Eþíópíska herliðinu, sem sent var til Sómalíu árið 2006, var ætlað að styðja við bráðabirgðastjórn landsins en stjórnin, sem var studd ríkisstjórnum alþjóðasamfélagsins, hefur ekki náð að festa sig í sessi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert