Lést vegna ofneyslu vatns

Dómstjóri í Bretlandi úrskurðaði í dag að fyrirtækið LighterLife beri ekki ábyrgð á því að kona lést eftir að hafa drukkið nærri fjóra lítra af vatni á innan við tveimur klukkutímum. Konan var í megrunarkúr samkvæmt forskrift LighterLife er hún lést. Þetta kemur fram á fréttavef Sky. 

Í úrskurði dómstjórans segir að leiðbeiningar LighterLife hafi verið fullnægjandi og að gera megi ráð fyrir því að fólk viti að það megi ekki drekka ótakmarkað magn af vatni á stuttum tíma. 

Konan Jacqueline Henson, sem var fimm barna móðir, hafði verið á kúrnum í þrjár vikur er hún hné niður á heimili sínu og var lát hennar rakið til vökvasöfnunar í heila. Eiginmaður konunnar segir hana hafa trúað því að því meira sem hún drykki því hraðar myndi hún léttast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert