Reyndi að brjótast inn í frönsku forsetahöllina

Lögregla handtók manninn fyrir utan forsetahöllina í París
Lögregla handtók manninn fyrir utan forsetahöllina í París AP

Franska lögreglan handtók í dag karlmann sem var vopnaður hnífi er hann reyndi að komast inn fyrir öryggisgæsluna við Elysee, frönsku forsetahöllina í París. Er maðurinn reyndi að komast inn í höllina átti Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, fund með Milo Djukanovic, forsætisráðherra Svartfjallalands.

Ljósmyndari AP fréttastofunnar varð vitni að átökum öryggisvarða við manninn en engan sakaði. Hann var fluttur á lögreglustöð í áttunda hverfi - hverfinu sem Elysee höll er. Verður hann yfirheyrður síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert