Tutu gagnrýnir S-Afríku vegna Mugabe

Desmond Tutu.
Desmond Tutu. Reuters

Desmond Tutu, erkibiskup í Suður-Afríku, hefur sakað suður-afrísk stjórnvöld um að hafa brugðist siðferðislegri skyldu sinni með því að hafa ekki staðið í hárinu á Robert Mugabe, forseta Simbabve.

Tutu, sem er friðarverðlaunahafi Nóbels, sagði í samtali við fréttavef BBC að það ætti að vera einn af valmöguleikunum að beita Mugabe valdi til að koma honum frá.

Hann sagði jafnframt að sér þætti leitt að svo virðist sem Suður-Afríkumenn skuli ekki standa með íbúum Simbabve.

David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, hefur skrifað breska blaðinu Times þar sem hann segir að Mugabe sé smánarblettur á Simbabve.

„Hvað þurfa margir aðrir að þjást til viðbótar áður en við segjum: „Nei, við höfum gefið Mugabe nægan tíma,““ spyr Tutu 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert