Fjögur ár frá flóðbylgjunni

Fjögur ár eru í dag frá flóðbylgjunni við Indlandshaf.
Fjögur ár eru í dag frá flóðbylgjunni við Indlandshaf. Reuters

Þess er minnst víða við Indlandshaf í dag að fjögur ár eru liðin síðan Tsunami flóðbylgjan reið yfir og grandaði vel á þriðja þúsund manns.

Harður jarðskjálfti við Súmötru á Indónesíu kom flóðbylgjunni af stað en hátt á aðra milljón manns missti heimili sín. Minningarathafnir hafa verið haldnar í þeim löndum sem flóðbylgjan olli hvað mestum skaða, eða á Tælandi, Indlandi, Sri Lanka og í Malasíu og Indónesíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert