Ísraelar undirbúa hernað

Ísraelskur hermaður skammt frá landamærum Gasasvæðisins í gær.
Ísraelskur hermaður skammt frá landamærum Gasasvæðisins í gær. AP

Herskáir Palestínumenn hafa skotið 22 flugskeytum yfir landamærin til Ísraels í nótt og í morgun og er Ísraelsher nú að undirbúa hernaðaraðgerðir gegn herskáum Palestínumönnum á Gasasvæðinu. Vika er frá því Hamas samtökin á svæðinu lýstu því yfir að sex mánaða vopnhlé þeirra og Ísraela væri útrunnið. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz. 

Samkvæmt heimildum Ha’aretz mun Ísraelsher ráðast í takmarkaðar hernaðaraðgerðir á Gasasvæðinu á næstu dögum en umfangsmeiri aðgerðir munu einnig vera í undirbúningi. Hefur ísraelska þingið vegar veitt hernum heimild til nokkurra daga aðgerða sem hafa ákveðinn skilgreindan tilgang.  

Ísraelar opnuðu landamæri Gasasvæðisins í morgun fyrir flutninga nauðsynja á vegum hjálpastofnana og stendur til að níutíu vörubílar með lyf, eldsneyti og aðrar nauðsynjar fari yfir landamærin. Þá verða hjálpargögn sem eiginkona Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, hefur fært Palestínumönnum, flutt yfir landamærin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
Nýr og ónotaður Infrarauður Saunaklefi á 229.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...