Létust við að taka jöklamyndir

Tveir menn létust á Nýja-Sjálandi í dag við að grafastt undir ísflekum á stærð við bíl, þegar ísblokk úr skriðjökli á Nýja-Sjálandi hrundi yfir þá.

Mennirnir tveir, sem eru bræður, voru í sumarfríi frá Ástralíu og höfðu hunsað öryggisgrindverk og varúðarskilti sem sett höfðu verið niður. Í því skyni að taka ljósmyndir fóru þeir fóru því of nærri jöklinum, sem nefnist Fox og er á Suðureyju landsins. Í kjölfarið grófust þeir undir á að giska 100 tonna ísblokk sem var ótraust og hrundi yfir þá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert