Tæknibilun sögð hafa valdið árás á skóla

Embættismenn ísraelska varnarmálaráðuneytisins segja að rannsókn Ísraelshers hafi leitt í ljós að tæknibilun í sprengjuvörpu hafi valdið því að loftárás var gerð á skóla Sameinuðu þjóðanna á Gasasvæðinu. 39 létu lífið í árásinni en fólki hafði verið ráðlagt að leita skjóls í skólanum.

Eftir árásina sagði talsmaður Ísraelshers að skotið hafi verið á skólann þar sem skotið hafi verið á ísraelsks hermenn úr nágrenni hans. Gaf hann jafnvel í skyn að vopnaðir menn hefðu falið sig í skólanum en síðar lýsti talsmaður Sameinuðu þjóðanna á svæðinu því yfir að gengið hafi verið úr skugga um að engir vopnaðir menn hafi verið í skólanum.

Rannsókn Ísraelshers hefur nú leitt í ljós að þremur flugskeytum var skotið að herskáum Palestínumönnum sem unnu að því í nágrenni skólans að skjóta flugskeytum yfir landamærin til Ísraels. Tvö þeirra munu hafa hæft skotmörk sín en það þriðja skólann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert