Varaliðið sent til Gaza

Reuters

Ísraelsk yfirvöld hafa staðfest að varalið hafi verið sent inn á Gaza-svæðið nú þegar 17. dagur árása Ísraela er að hefjast. Yfirmenn hersins neituðu þó að þetta þýddi að nýtt þrep væri að hefjast í árásum Ísraela gegn Hamas-samtökunum. Ehud Olmer, forsætisráðherra, hefur sagt að Ísrael sé nú nærri markmiðum sínum og að aðgerðir haldi áfram.

Nærri því 900 manns hafa látist á Gaza-svæðinu vegna átakanna að sögn palestínskra lækna. Ísraelar segja að 13 þeirra manna hafi látið lífið. Ísraelar hafa hamlað aðgangi alþjóðlegar fréttamanna inn á svæðið og því er erfitt að fullyrða um áreiðanleika talnanna.

 „Við höldum þrýstingnum á Hamas og við áætlum að það hafi reynst áhrifaríkur og skili árangri við að brjóta á bak aftur hernaðarskipulag þeirra,“ sagði Mark Regev talsmaður Ísraelsstjórnar við fréttamenn BBC. Að sögn talsmanna hersins eru þúsundir hermanna í þjálfun sem ekki hafa verið sendir á vettvang. Þeim sé ætlað að taka þátt í auknum aðgerðum á landi.

Í gær dreifði Ísraelsher nýjum bleðlum á Gaza-svæðinu þar sem íbúar voru varaðir við því að þriðja stig aðgerðanna yrði senn sett í gang.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert