Sænskar kýr rólegar í jarðskjálfta

Óvíst er með áhrif suðurlandsskjálftans á íslenskar kýr.
Óvíst er með áhrif suðurlandsskjálftans á íslenskar kýr. mbl.is/RAX

Rannsóknarmenn frá landbúnaðarháskóla Svíþjóðar (SLU) hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki er hægt að reiða sig á hegðun kúa til að sjá fyrir jarðskjálfta. Segja þeir að kýr sem aðeins voru fimm kílómetrum frá upptökum stóra skjálftans á Skáni að morgni 16. desember sl. hafi vart hreyft legg né lið, hvorki fyrir, á meðan eða eftir skjálftann.

Safnað var saman gögnum hjá átta kúm í hjörð á suður Svíþjóð sem bera háþróuð mælitæki, s.s. GPS-tæki og fleiri tæki til að fylgjast með hreyfingum þeirra. „Mjög lítið, ef nokkuð, bendir til þess að kýrnar hafi skynjað skjálftann áður en hann varð, og eða orðið fyrir áhrifum af hans völdum,“ sagði Anders Herlin hjá SLU við sænska dagblaðið Lantbrukets Affärstidning.

Tvær kúnna stóðu upp rétt áður en skjálftinn varð, tvær stóðu þá þegar en aðrar tvær lágu allan tímann og góða stund eftir skjálftann.

Jarðskjálftinn mældist 4,7 stig á Ricther og er öflugasti skjálfti sem orðið hefur á svæðinu í mörg ár.

Þrátt fyrir lítið úrtak segir Herlin auðvelt að draga þá ályktun að kýr séu ekki mjög næmar á jarðskjálfta.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert