Bush hringdi í Sullenberger

Chesley Sullenberger flugmaðurinn ráðagóði.
Chesley Sullenberger flugmaðurinn ráðagóði. Reuters

George W. Bush Bandaríkjaforseti hringdi í dag í Chesley B. Sullenberger, sem er flugmaðurinn sem náði á ótrúlegan hátt að lenda farþegaflugvél á Hudsonfljóti í gær án þess að nokkur hlyti alvarlegan skaða af. Alls voru 155 í vélinni.

Bush hrósaði flughæfileikum og hugrekki Sullenbergers, og sagði að hann hefði drýgt hetjudáð þegar hann sá til þess að allir um borð kæmust út úr vélinni heilu á höldnu.

Þá hafa borgaryfirvöld í New York afhent Sullenberger lykilinn að borginni sem þakklætisvott.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert