Stjórn Karzais spillt

Vígamenn úr röðum talíbana á ferð á ótilgreindum stað í …
Vígamenn úr röðum talíbana á ferð á ótilgreindum stað í Afganistan. Reuters

Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, fer hörðum orðum um stjórn Hamids Karzais, forseta Afganistans í grein í The Washington Post. Segir hann að hæfileikaskortur og spilling stjórnvalda eigi ekki síður sök á óstöðugleikanum í landinu en uppreisnarmenn talíbana.

Um 70.000 vestrænir hermenn eru nú í Afganistan og aðstoða afgönsk stjórnvöld í baráttunni gegn talíbönum og öðrum uppreisnarflokkum, þar af eru 28.000 undir stjórn NATO.

 De Hoop Scheffer sagði að alþjóðasamfélagið hefði þegar fórnað svo miklu blóði og fé til að aðstoða stjórnina að gera mætti kröfu um aðgerðir af hennar hálfu. Afganar ættu skilið ríkisstjórn sem ætti skilið hollustu þeirra og traust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert