Múslímum fjölgar ört í Bretlandi

Því er spáð að moskum muni fjölga hratt í Bretlandi.
Því er spáð að moskum muni fjölga hratt í Bretlandi. Reuters

Múslímum í Bretlandi hefur fjölgað tífalt hraðar en öðrum þjóðfélagshópum á síðustu fjórum árum, eða um hálfa milljón í alls 2,4 milljónir í landinu öllu.

Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Times og byggir fréttin á gögnum frá bresku hagstofunni. 

Á sama tíma fækkaði kristnum í Bretlandi um tvær milljónir. 

Segir á vef blaðsins að sérfræðingar telji ástæður fjölgunarinnar hærri fæðingartíðni og þá að fjöldi einstaklinga hafi snúist til íslamstrúar.

Þá séu múslímar viljugri til að gefa upp trú sína eftir að hryðjuverkastríðið svokallaða brast út.

Muhammad Abdul Bari, formaður samtaka múslíma í Bretlandi, spáir því að um 1.600 moskum í landinu muni fjölga í takt við fjölgun múslíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert