Páfi fordæmir afneitun helfararinnar

Benedikt XVI páfi hyggst fara í heimsókn til Ísrael fljótlega.
Benedikt XVI páfi hyggst fara í heimsókn til Ísrael fljótlega. Reuters

Benedikt páfi XVI hefur lýst því yfir að afneitun á helförinni væri óþolandi og óásættanleg, ekki síst úr munni presta. Þetta sagði hann á fundi sem hann átti í Vatíkaninu með u.þ.b. 60 bandarískum gyðingaleiðtogum. Þar upplýsti hann einnig að hann hygðist fara í heimsókn til Ísraels.

Fundurinn var ákveðinn eftir að Benedikt aflétti bannfæringu yfir íhaldssömum biskup sem afneitar því að helförin hafi nokkru sinni átt sér stað. Það olli mikilli reiði bæði meðal kaþólikka og gyðinga.

Á fundinum fordæmdi páfi kröftuglega afneitun helfararinnar. Helförin hefði verið glæpur gegn mannkyninu og undirstrikaði að kaþólska kirkjan væri staðráðin í að hafna öllum and-gyðinglegum yfirlýsingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert