Fulltrúadeildin samþykkir aðgerðaráætlun

Barack Obama sagði að það væri afar mikilvægt að aðgerðaráætlunin …
Barack Obama sagði að það væri afar mikilvægt að aðgerðaráætlunin nyti stuðnings þingsins. AP

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt aðgerðaráætlun Barack Obama Bandaríkjaforseta, sem ætlað er að blása lífi í efnahag landsmanna. Alls greiddu 246 atkvæði með áætluninni, en 183 voru á móti. Öldungadeildin á svo eftir að taka málið til afgreiðslu.

Repúblikanar í fulltrúadeildinni studdu ekki aðgerðaráætlunina. Þeir gerðu það heldur ekki í síðustu viku, en frumvarpinu var breytt í millitíðinni.

Fulltrúar í efri og neðri deild Bandaríkjaþings komust að samkomulagi um stærð og umfang aðgerðarpakkans á miðvikudag. Hann er sagður nema um 789 milljörðum dala.

Fyrr í dag sagði Obama að það væri afar mikilvægt að þingið myndi leggja blessun sína yfir aðgerðaráætlunina.

Obama sagði að áætlunin muni bjarga eða skapa 3,5 milljónir starfa. Áætlunin gerir ráð fyrir skattalækkunum og auknum fjárútlátum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert