Lík drengs fannst í krókódíl

AP

Líkamsleifar 5 ára gamals ástralsks drengs hafa fundist í maga krókódíls. Drengurinn sást síðast vera að leika sér skammt frá heimili sínu í fenjum Queensland í austurhluta Ástralíu. Lögregla segir, að krókódíll, sem barst á svæðið vegna flóða, hafi ráðist á drenginn og étið hann.

Lögreglan segir, að krókódíllinn hafi verið fangaður og rannsakaður án þess að honum væri lógað. 

Fjölskylda drengsins er sögð hafa beðið dýrinu griða. Að sögn lögreglu er reiknað með að krókódíllinn verði fluttur í dýragarð.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert