11 ára drengur ákærður fyrir morð

Ellefu ára gamall drengur í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir morð. Drengurinn skaut sambýliskonu föður síns með haglabyssu í höfuðið þar sem hún lá sofandi í rúmi á heimili þeirra. Drengurinn fór síðan út, beið eftir skólabílnum og fór í skólann. Konan var komin 8 mánuði á leið.

Á blaðamannafundi í gær sagði  John Bongivengo, saksóknari, að Jordan Brown hefði verið ákærður fyrir að verða Kenzie Marie Houk og ófæddu barni hennar að bana.

Houk fannst látin í rúminu eftir að 4 ára gömul dóttir hennar kom til skógarhöggsmanna, sem voru við vinnu skammt frá húsinu, og sagðist halda að mamma sín væri dáin. Drengurinn var sóttur í skólann og hann sagði lögreglu, að grunsamlegur svartur vörubíll hefði verið í hlaðinu þegar hann fór að heiman um morguninn.

Lögregla hóf leit að bílnum en þegar drengurinn var spurður nánar um bílinn kom fram ósamræmi í frásögninni. Lögregla ræddi þá við 7 ára dóttir Houk sem sagðist hafa séð drenginn með byssu. Síðan hefði hún heyrt háan hvell. Byssan fannst síðan í svefnherbergi drengsins. Um er að ræða litla haglabyssu sem ætluð er fyrir börn og ekki þarf að skrá, að sögn Bongivengo.

Ekki er vitað hvers vegna drengurinn skaut konuna. Faðir drengsins segir að samband þeirra hafi verið gott. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert