Undirbúa nýtt regluverk

Leiðtogar nokkurra forysturíkja Evrópusambandsins voru samhuga um það á fundi sínum í Berlín í dag að samhæfa þyrfti regluverk fjármálamarkaðanna, þar með talið reglur um starfsemi vogunarsjóða í álfunni.

Hvöttu leiðtogarnir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til koma þjóðum ekki aðeins til aðstoðar þegar í nauðirnar rekur, heldur að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að koma í veg fyrir niðursveiflu.

Verður 28.500 milljörðum króna varið til sjóðsins í þessu skyni.

Þá boðaði Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, að vikið yrði frá kerfi ríflegra bónusa í fjármálaheiminum. Með líku lagi yrði hafin rannsókn á skattaparadísum og þeirri starfsemi sem þar fer fram.

Angela Merkel Þýskalandskanslari sat fundinn og sagði við það tilefni nauðsynlegt að endurreisa traust og tiltrú almennings á stjórnvöldum og fjármálalífinu. Almenningur þyrfti að sjá að tekið yrði á vandanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert