Fjórir Danir látnir vegna salmonellu

Fjórir aldraðir Danir hafa látist á síðustu viku af völdum salmonellumengunar í svínakjöti í dönskum sláturhúsum. Að sögn danska blaðsins BT hafa tugir manna leitað læknis vegna salmonellusýkingar. Þeir sem létust voru allir yfir 75 ára aldri og bjuggu á Sjálandi. 

Haft er eftir sérfræðingum, að ljóst sé að sýkingarnar stafi frá dönsku svínakjöti. Þá hefur á annan tug Norðmanna sýkst af svínakjöti, sem flutt var frá Danmörku nýlega.

Danska matvælaeftirlitið segir í nýlegri skýrslu, að fram þurfi að fara ýtarleg rannsókn á því hvernig eftirliti með matvælaframleiðslu er háttað.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka