Mikill viðbúnaður lögreglu í Kaupmannahöfn

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. mbl.is/Ómar

Lögreglan í Kaupmannahöfn er með mikinn viðbúnað í borginni um helgina, einkum þó á Norðurbrú þar sem skotárásir hafa verið nokkuð tíðar að undanförnu en það er talið tengjst átökum glæpaflokka. Í gærkvöldi var 25 ára gamalli Írani skotinn til bana í hverfinu.

Settur hefur á stofn sérstakur hópur innan lögreglunnar sem berst gegn glæpaflokkum. Haft er eftir Henrik Svindt, leiðtoga aðgerðahópsins, að lögreglan sé sýnileg á þeim stöðum þar sem vitað er að glæpaflokkar halda sig. 

Maðurinn, sem var myrtur í gærkvöldi, var skotinn fjórum skotum í bakið þar sem hann sat í bíl við Mjølnerparken á Norðurbrú. Ekki er vitað til að maðurinn hafi tengst skipulagðri glæpastarfsemi  og heldur ekki maður, sem var með honum í bílnum. Lögregla telur samt að málið tengist uppgjöri mótorhjólagengja og glæpahópa innflytjenda. Vitni segja, að maður, sem sást hlaupa frá morðstaðnum, hafi haft danskt yfirbragð. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert