Ætla að tvöfalda refsingar

Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn. Skotbardagar hafa verið daglegt brauð í Kaupmannahöfn …
Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn. Skotbardagar hafa verið daglegt brauð í Kaupmannahöfn undanfarnar vikur. mbl.is/Brynjar Gauti

Danska ríkisstjórnin hyggst tvöfalda refsingar fyrir þá sem gerast sekir um morð, ofbeldisverk eða vopnaburð í átökum á milli glæpagengja. Dómsmálráðherrann Brian Mikkelsen greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. Gengjabardagar hafa verið daglegt brauð í Kaupmannahöfn undanfarnar vikur.

Einnig er stefnt á að tvöfalda refsingar þeirra sem ógna vitnum á vettvangi gengjabardaga.

Það sem gerði útslagið er varðar ákvörðun ríkisstjórnarinnar, voru þrír harðir skotbardagar á þremur dögum. Þrír létust í þeim og fjórir særðust, þar af tveir alvarlega. Mikkelsen sagði ríkisstjórnina ekki geta þolað fleiri bardaga í kringum óbreytta borgara. „Þetta ástand getum við ekki þolað lengur. Fólk verður að geta labbað óhrætt á götum úti,“ sagði Mikkelsen.

Á síðustu sjö mánuðum hafa glæpagengi, sem berjast um yfirráð yfir fíkniefnasölu í borginni, 60 sinnum komið til skotbardaga. Margir þeirra bardaga eru sagðir tengjast því þegar 19 ára drengur var skotinn til bana, 19. ágúst í fyrra. Síðan þá hafa gengi barist harkalega hvað eftir annað, meðal annars inn á veitingahúsum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert