Flytur sína fyrstu dönsku ræðu

Marie Cavallier Danaprinsessa.
Marie Cavallier Danaprinsessa. BOB STRONG

Marie Danaprinsessa heldur í dag sína fyrstu opinberu ræðu á dönsku. Flytur Marie ræðuna þegar hún opnar sýninguna Myndir frá framtíðinni í þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn.

Þá hefur verið tilkynnt að prinsessan muni taka þátt í starfi Unesco í Danmörku.

„Marie prinsessa hefur sýnt áhuga á því að veita Unesco og þeim málefnum sem að það starfar að krafta sína. Seinna mun skýrast nákvæmlega hvaða hlutverki prinsessan mun gegna,“ hefur Berlingske Tidende eftir Lene Balleby, fjölmiðlafulltrúa konungsfjölskyldunnar.

Marie og Jóakim eiga von á sínu fyrsta barni innan tveggja mánaða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert