Bandaríkjamenn nota almenningssamgöngur í auknum mæli

Á meðan efnahagslífið tekur dýfu þá eru almenningssamgöngur á uppleið.
Á meðan efnahagslífið tekur dýfu þá eru almenningssamgöngur á uppleið. Reuters

Kreppan og hækkandi orkuverð var þess valdandi að Bandaríkjamenn fóru að nota almenningssamgöngur í auknum mæli á síðasta ári. Í raun varð algjör sprenging því notkunin hefur ekki verið meiri í 50 ár.

Bandarísk samtök á sviði almenningssamgangna (APTA) segja að ferðir Bandaríkjamanna hafi verið 10,7 milljarðar talsins í fyrra. Ferðirnar hafa ekki verið fleiri í 52 ár.

„Á meðan margir vísar í hagkerfinu okkar vísa niður þá eru almenningssamgöngur á uppleið,“ segir Rosemary Sheridan, framkvæmdastjóri APTA, við Reuters-fréttastofuna.

Bensínverð í Bandaríkjunum sló hvert metið á fætur öðru í fyrra. Það lækkaði hins vegar sl. haust þegar efnahagskreppan fór að bíta af alvöru. Í framhaldinu minnkaði eftirspurn eftir olíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert