Blóðbað í Alabama

Að minnsta kosti 10 létust þegar karlmaður gekk berserksgang í Alabama í Bandaríkjunum í gærkvöld og skaut á fjölskyldumeðlimi og ókunnuga.

Lögreglan fann fjóra fullorðna og barn skotin til bana í íbúðarhúsi í bænum Samson. Einnig fundust tveir fullorðnir skotnir til bana í tveimur nærliggjandi húsum. Talið er að árásarmaðurinn hafi síðan haldið eftir þjóðvegi þar sem hann skaut sjö sinnum á lögreglubíl. Lögreglumaðurinn særðist en þó ekki alvarlega, að sögn talsmanns lögreglunnar.

Byssumaðurinn skaut síðan til bana manneskju fyrir utan verslun og aðra fyrir utan bensínstöð áður en hann hélt að annarri verslun og hleypti af 30 skotum. Hann mun hafa starfað áður í þeirri verslun. Lögreglumaður varð fyrir skoti en særðist lítið þar sem hann var í skotheldu vesti.

Að lokum gekk árásarmaðurinn inn í verslunina og síðan heyrðist skoti hleypt af. Lögreglan fann hann látinn inni í versluninni. Óttast er að fleiri kunni að finna látnir eftir berserksganginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Yamaha Virago
Til sölu Yamaha Virago xv700 árg.84. Gamal og góður hippi í ágætu standi. Verð k...
Sumarhús í Hvalfirði 55 km frá Reykjavík
Til leigu vel útbúin 2-4 manna sumarhús með heitum potti og gasgrilli. Frábært ú...
Gott skrifstofuhúsnæði til leigu.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
 
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....