Lögregla í átökum við Araba í Ísrael

Ísraelski þingmaðurinn Ilan Ghilon, sem situr á þingi fyrir vinstriflokkinn Meretz, og háttsettur lögreglumaður slösuðust er til átaka kom á mótmælafundi ísraelskra Araba í nágrenni bæjarins Umm al-Fahm í Ísrael í morgun. Þetta kemur fram á fréttavef Ha'aretz.

Boðað var til mótmælasamkomunnar í mótmælaskyni við fyrirhugaða mótmælagöngu hægrimanna um bæinn. Mun Ghilon hafa slasast er lögregla skaut táragasi að mótmælendum en lögreglumaðurinn varð fyrir grjótkasti mótmælenda.

Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda eftir að lögregla handtók þrjá ísraelska Araba sem veifuðu palestínskum fánum á samkomunni. Áður hafði lögregla lýst samkomuna ólöglega.

Hæstiréttur Ísraels hefur veitt leyfi fyrir göngu hægrimanna, innan bæjarmarka Umm al-Fahm, síðar í dag. Til stendur að leiðtogar hinnar ólöglegu Kach-hreyfingar hægriöfgamanna taki þátt í þeirri göngu og að þátttakendur beri ísraelska fána.

Umm al-Fahm er stærsti bær Ísraels sem byggður er ísraelskum aröbum.

Ísraelskir lögreglumenn handtaka palestínska konu í Austur-Jerúsalem.
Ísraelskir lögreglumenn handtaka palestínska konu í Austur-Jerúsalem. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert