Gleypti tæp 2 kíló af kókaíni

Lögreglan í Þýskalandi stöðvaði karlmann skammt frá Stuttgart sem hafði gleypt 115 pakkningar sem innihéldu kókaín, en maðurinn reyndi að smygla því yfir til Sviss. Lögreglan lagði hald á tæp tvo kíló af efninu. Hún segist aldrei hafa stöðvað burðardýr með jafnmikið af fíkniefnum innvortis.

Maðurinn, sem er 43 ára og frá Vestur-Afríku, vakti grunsemdir hjá öryggisvörðum í lest, sem var á leiðinni til Sviss. Lögreglan stöðvaði manninn og lét hann gangast undir fíkniefnapróf.

Það kom í ljós að hann var undir áhrifum vímuefna að sögn lögreglu. Í framhaldinu voru teknar af honum röntgenmyndir sem sýndu að hann hafði gleypt 1,72 kíló af kókaíni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert