Krefst opinberrar afsökunarbeiðni

Ítalskur jarðvísindamaður sem starfar við jarðvísindastofnun í bænum Gran Sasso krefst þess að fá opinbera afsökunarbeiðni. Vísindamaðurinn, Gioacchino Giuliani, varaði við stórum skjálfta í síðasta mánuði. Stjórnvöld vísuðu viðvörunum hans á bug og kölluðu manninn hrakspámann.

Giuliani sem m.a. ráðlagði íbúum borgarinnar L´Aquila að yfirgefa hús sín var kærður til lögreglu fyrir að breiða út falskan orðróm um almannahættu. Honum var í kjölfarið gert að taka spádóma sína út af vefsvæði sínu. Giuliani hafði fylgst náið með skjálftavirkni á svæðinu en vissi að ef hann varaði aftur við stórum skjálfta yrði hann kærður.

Um 150 hafa fundist látnir eftir jarðskjálftann sem reið yfir í nótt. Yfir 1.500 manns eru slasaðir. Um sextíu manns hefur þegar verið bjargað úr rústum. Óttast er að tala látinna muni hækka töluvert.

Loftmynd yfir L'aquila.
Loftmynd yfir L'aquila. Reuters
Grafið í rústunum.
Grafið í rústunum. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert