Yfir 250 fundist látin

Hús hrundu víða í jarðskjálftanum á Ítalíu, aðfararnótt mánudag. Hann …
Hús hrundu víða í jarðskjálftanum á Ítalíu, aðfararnótt mánudag. Hann mældist um 6,2 á richter-kvarða. Chris Helgren

Tala látinna í jarðaskjálftanum á Ítalíu er nú komin i 250. Harðir eftirskjálftar gerðu usla á hamfarasvæðum í gær og í nótt. Almannavarnir á Ítalíu segja að leit í rústunum verði haldið áfram að fullum krafti þó vonin um að finna fólk á lífi minnki með hverri klukkustund.

Stúlka fannst á lífi í rústum í bænum L'Aquila, 42 klukkustundum eftir jarðskjálftann mikla í fyrrinótt. Í gær var 98 ára gamalli konu bjargað úr rústum heimilis síns þar sem hún hafði legið í 30 klukkustundir.

Litlar líkur eru þó á því að margir finnist á lífi í rústunum. Vinnuvélar eru byrjaðar að rífa niður hús sem skemmdust í náttúruhamförunum og eru talin geta hrunið í eftirskjálftum. Stærsti eftirskjálftinn í dag mældist um 5,5 stig á Richterskvarða og var álitinn stefna lífi björgunarmanna í húsarústunum í hættu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka