Kadyrov fagnar sigri Rússa í Tétsníu

Akhmad Kadyrov, forseti Tétsníu, með Vladimír Pútín þáverandi Rússlandsforseta.
Akhmad Kadyrov, forseti Tétsníu, með Vladimír Pútín þáverandi Rússlandsforseta. AP

Ramzan Kadyrov, forseti Tétsníu, hefur fagnað yfirlýsingu rússneskra yfirvalda um að hernaði Rússa í héraðinu sé nú lokið. „Við fögnum fréttum af því að baráttunni gegn hryðjuverkaöflunum sé lokið,” segir hann í viðtali við Interfax fréttastofuna. 

„Leiðtogar Rússa hafa opinberlega staðfest að hreiður hryðjuverkamannanna hafi veri eyðilagt, að hervæddir hópar hafi verið gerðir óvirkir og að herskáum leiðtogum, sem hafi haft sorg og þjáningar þúsunda á samviskunni, hafi verið eytt eða þeir handteknir og færðir fyrr rétt. 

Rússneska herráðið gegn hryðjuverkastarfsemi lýsti því yfir í morgun að áratugalöngum hernaðaraðgerðum Rússa gegn aðskilnaðarsinnum í Tétsníu væri formlega lokið. Í yfirlýsingunni eignar ráðið Kadyrov stóran þátt í sigri sínum í baráttunni við uppreisnarmenn en hann er hliðhollur yfirráðum Rússa í héraðinu.

Rússar hafa haft mikinn herafla í Tétsníu frá árinu 1994 en tvisvar hafa brotist út umfangsmikil hernaðarátök á því tímabili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert