Nýbyggingarframkvæmdir í A-Jerúsalem

Palestínskur drengur við eigur fjölskyldu sinnar eftir að Ísraelar jöfnuðu …
Palestínskur drengur við eigur fjölskyldu sinnar eftir að Ísraelar jöfnuðu hús fjölskyldunnar í Austur-Jerúsalem við jörðu. Reuters

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 60 nýrra íbúða í gyðingahverfinu Austur-Talpiot í Austur-Jerúsalem. Ísraelsku mannréttindasamtökin Peace Now segja að framkvæmdir hafi hafist á svæðinu fyrir tveimur mánuðum og að til standi að hverfið verði byggt bókstafstrúuðum gyðingum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Talsmaður Peace Now segir nýbyggingunum greinilega vera ætlað að aðskilja hverfi Palestínumanna í Austur-Jerúsalem frá Vesturbakkanum til að grafa undan kröfum Palestínumanna um að Austur-Jerúsalem fylgi Vesturbakkanum komi til stofnunar sjálfstæðs ríkis Palestínumanna.  

Hverfið un standa á svæði sem skilgreit er af alþjóðasamfélaginu sem  hernumið land en bygging hernámsaðila á slíkum svæðum er ólögleg samkvæmt alþjóðalögum. 

Ísraelar líta hins vegar svo á að um yfirráðsvæði þeirra sé að ræða  þar sem þeir hafi innlimað Jerúsalemsvæðið í ríki sitt. Því segja yfirvöld þar að fyrri samningar Ísraela um frystingu uppbygginga landnemabyggða eigi ekki við um Jerúsalemsvæðið. 

Ísraelar náðu austurhluta Jerúsalem og Vesturbakkanum á sitt vald árið 1967.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert