Ráðgjafi í Hvíta húsinu segir af sér

Flugvélarnar flugu m.a. yfir Frelsisstyttuna.
Flugvélarnar flugu m.a. yfir Frelsisstyttuna. AP

Það olli mikilli skelfingu í New York í síðasta mánuði þegar forsetaflugvélin flaug lágflug yfir borgina. Nú hefur ráðgjafi í Hvíta húsinu sagt af sér í tengslum við málið.

Hvíta húsið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að Barack Obama Bandaríkjaforseti hafi tekið við afsögn Louis Caldera, sem var yfirmaður hermálaskrifstofu Hvíta hússins.

Fjölmargar skrifstofur í New York voru rýmdar vegna lágflugsins. Vélin flaug lágt svo að hægt væri að ná myndum af henni.

Forsetinn hefur fyrirskipað að farið verði yfir málið til að tryggja að atburður sem þessi muni ekki endurtaka sig.

Atvikið átti sér stað 27. apríl sl. Obama var ekki í vélinni, sem flaug lágt yfir borgina í um hálfa klukkustund í fylgd herþotu.

Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að flugið hafi verið skipulagt í samræði við borgaryfirvöld og yfirvöld í New York-ríki. Almenningi var hins vegar ekki gert viðvart.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert