Skógareldar loga stjórnlaust

Um 2300 slökkviliðsmenn börðust í morgun við skógareld, sem ógnar strandbænum Santa Barbara í Kalíforníu. Rúmlega 70 hús hafa orðið eldinum að bráð og um 12 þúsund manns hafa flúið heimili sín. Álíka margir eru að undirbúa brottflutning.

Eldurinn kviknaði í byrjun vikunnar magnaðist fljótt enda er afar heitt í lofti og hvasst á svæðinu. Bill Brown, lögreglustjóri í Santa Barbara sagði í viðtölum að þetta væri verstu náttúruhamfarir, sem dunið hefðu yfir svæðið í aldarfjórðung. 

Til þessa hafa 11 slökkviliðsmenn slasast við slökkvistörfin. Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri, lýsti í gær yfir neyðarástandi á svæðinu.  Hann skoðaði aðstæður í gær og sagði á blaðamannafundi að þær væru afar erfiðar.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert