Gagnrýni Bruni einsdæmi

Bruni er ekki hrifinn af Benedikt XVI. páfa.
Bruni er ekki hrifinn af Benedikt XVI. páfa.

Opinber gagnrýni Cörlu Bruni, eiginkonu Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, á Benedikt XVI. páfa, vegna afstöðu hans til notkunar getnaðarvarna í Afríku eru einsdæmi í franskri stjórnmálasögu, að sögn franska sagnfræðingsins André Roux.

Roux, sem er sérfræðingur í frönsku stjórnarskránni, segir þannig engin fordæmi fyrir því að forsetafrúin gagnrýni páfann.

„Eiginkona Charles de Gaulle var mjög kaþólsk og hefði aldrei tekið afstöðu með eða gegn páfa, hún hélt skoðunum sínum fyrir sig. Það sama átti við um Bernadette Chirac [eiginkona Jacques Chirac], sem lét aldrei uppi skoðanir sína á trú eða innanlandsmálum,“ segir Roux um málið.

„Jafnvel Danielle Mitterrand, kona François Mitterrand sem var ekki trúuð en flíkaði stjórnmálaskoðunum sínum, réðst aldrei á páfann,“ segir Roux, sem telur hættu á að ummælin hafi meiri vigt en ella í ljósi stöðu forsetafrúarinnar.

Málið var ekki borið undir Bruni af tilviljun því hún hefur beitt sér í herferðum gegn alnæmi í Afríku.

Ummæli páfa ollu mikilli hneysklun í Frakklandi en í einni skoðanakönnun kváðust 43% kaþólskra presta vilja að hann léti af embættinu.

Danielle Mitterrand, eiginkona Francios Mitterrand Frakklandsforseta, gagnrýndi páfa aldrei opinberlega.
Danielle Mitterrand, eiginkona Francios Mitterrand Frakklandsforseta, gagnrýndi páfa aldrei opinberlega.
Bernadette Chirac, eiginkona Jacques, lét heldur aldrei í ljós opinberlega …
Bernadette Chirac, eiginkona Jacques, lét heldur aldrei í ljós opinberlega skoðanir sínar á páfa.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert