Rússar vilja Opel

Opel verður selt á næstunni, en fyrirtækið hefur átt í …
Opel verður selt á næstunni, en fyrirtækið hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum. JOHANNES EISELE

Stærsti banki Rússlands, Sherbank, ásamt kanadíska félaginu Magna International og rússneska orkufyrirtækinu GAZ, sem er í eigu auðkýfingsins Oleg Deripska, undirbúa nú boð í þýska bílaframleiðandann Opel. Bankinn greindi frá þessu í tilkynningu sem AFP-fréttastofan vitnar til.

Opel hefur átt í miklum rekstrarvanda að undanförnu vegna hruns í sölu á bílum undanfarna mánuði.

Ítalski bílaframleiðandinn Fiat hefur einnig sýnt áhuga á Opel. Talið er að gengið verði frá sölunni á Opel á næstu dögum eða vikum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert