„Lýðræðislegt gyðinga- og síonistaríki"

Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels, segir flokk sinn Yisrael Beitenu vera að undirbúa lagafrumvarp þar sem kveðið verður á um að ísraelskir ríkisborgarar verði að sverja Ísrael „sem lýðræðislegu gyðinga- og síonistaríki” trúnaðareið. Þetta kemur fram á vef Voice of America.

Er Lieberman sagður ætla að leggja drög að frumvarpinu fyrir ríkisstjórnarfund á sunnudag en í þeim mun m.a. verða kveðið á um að hægt verði að svipta Ísraela ríkisborgararétti neiti þeir að gegna herþjónustu eða sinna samfélagsþjónustu. Hugmyndin mun vera sú að til að geta sinnt slíkri þjónustu þurfi fólk að hafa svarið slíkan eið. 

Slíkur trúnaðareiður var eitt af kosningamálum Yisrael Beitenu en tilgangurinn er sagður sá að knýja fram afstöðu ísraelskra araba. Mikillar tortryggni gætir gagnvart ísraelskum aröbum í Ísrael en margir þeirra kalla stofnun Ísraelsríkis „Naqba" sem merkir hörmungar.

Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels.
Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert