Dalai Lama heiðursborgari í Varsjá

Dalai Lama.
Dalai Lama. HANS PENNINK

Yfirvöld í Varsjá, höfuðborg Póllands, hætta á að kalla yfir sig reiði kínverskra yfirvalda með því að gera Dalai Lama að heiðursborgara. Kosið var um málið í höfuðborg Póllands í dag.

Slawomir Paszkiet, talsmaður stjórnvalda, sagði að ráðamenn hefðu verið einróma í þeirri afstöðu sinni að veita andlegum leiðtoga Tíbet þennan heiðurssess.

Dalai Lama mun taka við heiðursnafnbótinni þegar hann heimsækir Varsjá í endaðan júlí. Síðast heimsótti hann Pólland í desember þar sem hann tók þátt í athöfn sem haldin var til að minnast þess að 25 ár eru liðin síðan Lech Walesa fékk friðarverðlaun Nóbels. Þá hitti hann einnig forseta Póllands,  Lech Kaczynski.

Ferð Dalai Lama til Póllands í desember vakti neikvæð viðbrögð í Peking. Framundan er að hann heimsæki París í næsta mánuði og verður hann þá gerður að heiðursborgara í París. Fyrr í þessum mánuði vöruðu kínversk stjórnvöld Frakka við því að gera „fleiri mistök“ í samskiptum sínum við Tíbet.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert