Innrásin breytti gangi sögunnar

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði í dag að hugrekki hermanna bandamanna í innrásinni í Frakkland hefði markað tímamót í sögu 20. aldarinnar. Þess er nú minnst á Normandy að 65 ár eru í dag liðin frá því innrásin hófst.

„Vinir og fyrrum hermenn, við getum ekki gleymt og megum ekki gleyma er að innrásardagurinn markaði þau tímamót þegar hugrekki og fórnfýsi fárra breytti sögu heillar aldar," sagði Obama í ávarpi, sem hann flutti í hergrafreitnum í Colleville-sur-Mer ofan við Omaha ströndina svonefndu.

„Þegar hættan var mest og útlitið svartast unnu  menn, sem töldu sig vera venjulega, ofurmannleg afrek."  

Obama sagði, að landganga breskra, kanadískra og bandarískra hermanna á Normandy hefði breytt gangi síðari heimsstyrjaldarinnar og leitt til þess að það tókst að frelsa Vestur-Evrópu úr klóm nasista. 

„Menn vissu það ekki þá, en það var baráttan um 6 mílna langa og tveggja mílna breiða strönd, sem átti eftir að móta þróun 20. aldarinnar beggja vegna Atlantshafsins," sagði Obama.

„Hefði bandamönnum mistekist hér hefði hernám Hitlers á þessu meginlandi hugsanlega haldið áfram í hið óendanlega. En sigurinn hér tryggði herjum bandamanna fótfestu í Frakklandi. Hann opnaði leiðina til Berlínar og gerði kleifa þá þróun, sem fylgdi frelsun Evrópu: Marshall-aðstoðina, Atlantshafsbandalagið og þá velmegun og það öryggi sem þau tryggðu."

Barack Obama, Karl Bretaprins, Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, Stephen Harper, …
Barack Obama, Karl Bretaprins, Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, við Omaha ströndina. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert