Baráttuhugur í Brown

Gordon Brown segist ekki ætla að víkja úr stóli forsætisráðherrans.
Gordon Brown segist ekki ætla að víkja úr stóli forsætisráðherrans. Reuters

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hét því í dag að halda baráttunni áfram þrátt fyrir „erfiða tíma“. Verkamannaflokkurinn býr sig nú undir að hljóta slæma útreið kosningum til Evrópuþingsins.

Síðasta vika var Brown afar erfið, en þá létu 10 ráðherrar úr ríkisstjórn hans af störfum. Flokknum gekk skelfilega í sveitastjórnarkosningum og þá voru uppi miklar vangaveltur varðandi að hans eigin flokksmenn vildu koma honu frá völdum.

„Hvað myndi hann [almenningur] halda um okkur ef við myndum yfirgefa hann á erfiðum tímum. [...] Við stöndum með þeim,“ sagði Brown á fundi Verkamannaflokksins í London.

Brown tjáði sig hins vegar ekkert um kosningarnar til Evrópuþingsins. „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir alla þjóðina, ekki aðeins fyrir hagkerfið heldur fyrir allt stjórnmálalífið í landinu okkar.“

Vænta má niðurstaðna eftir kl. 20 í kvöld og gera menn ráð fyrir að Verkamannaflokkurinn muni verða fyrir miklu áfalli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert