„Breska hagkerfið stendur best"

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands og Gordon Brown forsætisráðherra.
Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands og Gordon Brown forsætisráðherra. Reuters

Hagfræðingurinn Paul Krugman, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í faginu árið 2008, segir breska hagkerfið nú standa best af hagkerfum Evrópu. Segir hann þá sem farið hafi með efnahagsmál í landinu hafa staðið sig „nokkuð" vel og að þar séu greinilega „greindir einstaklingar" á ferð. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Krugman segir í viðtali sem birt var í blaðinu The Observer um helgina að breskir stjórnmálamenn eigi meira hrós skilin en þeir hafi fengið.

Þá segist hann telja að fyrri reynsla Breta af gengishruni breska pundsins hafi komið Bretum vel í efnahagskreppunni nú. „Bretland hefur öðlast mikið efnahagslegt viðnám, sem aðrir hafa ekki, vegna gengissveiflna pundsins," segir hann. „Mér finnst breskt efnahagslíf líta best út í Evrópu þessa stundina."

Þá segist hann telja að takist breskum stjórnvöldum að komast undan því að boða til kosninga fram á næsta ár telji hann að Verkamannaflokkurinn muni standa uppi sem „þeir sem náðu Bretlandi upp úr skítnum."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert