Býst við 10% atvinnuleysi í Bandaríkjunum

Barack Obama.
Barack Obama. Reuters

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði í kvöld að búast mætti við því að atvinnuleysi í Bandaríkjunum fari í 10% á þessu ári því fyrirtæki séu enn að fækka starfmönnum til að mæta fjármálakreppunni. 

Obama var í viðtali á Bloomberg sjónvarpsstöðinni og þegar hann var spurður hvort hann teldi, að atvinnuleysið, sem nú mælist 9,4%, muni fara yfir 10%, svaraði hann  „já". Hann svaraði einnig játandi þegar hann var spurður hvort það myndi gerast á þessu ári.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka