Grænland vill aukin samskipti við Bandaríkin

Margrét Danadrottning afhendir Josef Motzfeldt, forseta grænlenska þingsins, nýju sjálfsstjórnarlögin …
Margrét Danadrottning afhendir Josef Motzfeldt, forseta grænlenska þingsins, nýju sjálfsstjórnarlögin í Nuuk í gær. Reuters

Grænlensk stjórnvöld stefna að því að auka samskipti sín við Bandaríkin. Grænlendingar fögnuðu í gær gildistöku nýrra laga, sem veita þeim aukna sjálfsstjórn í ríkjasambandinu við Danmörku. 

Kuupik Kleist, sem tók við nýlega sem formaður grænlensku landsstjórnarinnar, sagði að þótt samskipti Grænlands og Bandaríkjanna hefðu stundum verið stirð, aðallega vegna herstöðvar Bandaríkjamanna í Thule, hefðu þær deilur verið leystar með samningi árið 2004. 

Kleist sagði í Nuuk í gær, að Grænlendingar myndu væntanlega taka upp viðræður við bandarísk stjórnvöld innan nokkurra mánaða um ýmis samskipti landanna, svo sem á sviði viðskipta og menntunar.  

Kleist sagði að Grænlendingar þyrftu að opna dyr sínar og mynda tengsl við eins margar þjóðir og mögulegt væri. „Grænland er þátttakandi í alþjóðasamfélaginu, einkum í umræðunni um hlýnun andrúmsloftsins," sagði hann.

Danir samþykktu árið 1979 að Grænlendingar fengju heimastjórn og þar með aukin yfirráð yfir náttúruauðlindum sínum, svo sem olíu, gasi, gulli og demöntum. Bandarískir vísindamenn telja, að norðurhluti Grænlands sé auðugur af olíu og gasi. 

Friðrik krónprins Dana og Mary krónprinsessa voru viðstödd hátíðarhöldin í …
Friðrik krónprins Dana og Mary krónprinsessa voru viðstödd hátíðarhöldin í Nuuk. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert