Bandaríkin og Rússland undirrita hernaðarsamkomulag

Obama fer til Rússlands í opinbera heimsókn.
Obama fer til Rússlands í opinbera heimsókn. Reuters

Bandaríkin og Rússland munu undirrita samning um hernaðarlegt samstarf er forseti Bandaríkjanna Barack Obama heimsækir Moskvu snemma í næsta mánuði.

„Við ákváðum hver grundvöllurinn að samstarfi á sviði hernaðar gæti orðið á árinu og í framtíðinni og hyggjumst undirrita þau skjöl á þegar forseta Bandaríkjanna, Barack Obama heimsækir Moskvu í byrjun júlí," sagði Nikolai Makarov yfirmaður rússneska hersins.

Makarov gaf ekki frekari lýsingu á samningnum en lagði áherslu á gildi samstarfsins. „Við höfum komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að það séu mun fleiri hættur og áskoranir sem við ættum að leysa saman á stjórnmálalegum og hernaðarlegum grundvelli," sagði Makarov.

Obama mun sækja Rússa heim dagana 6-8 júlí og er það liður í átaki hans til að styrkja samband ríkjanna sem hafði hnignað í valdatíð fyrrum forseta, George W. Bush.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert