Sádi-Arabar sporna við hjónavígslum barna

Ríkisstjórn Sádi-Arabíu vinnur nú að nýjum reglum um lágmarksaldur til að ganga í hjónaband. Er þetta gert í þeim tilgangi að sporna við að ung börn gangi í það heilaga.

Bandar al-Aiban, formaður nefndar ríkisstjórnarinnar um mannréttindi, segir að þrátt fyrir að barnahjónavígslur sé fátíðar sé málið áhyggjuefni. Til umræðu er að hjónavígslualdur í landinu verði 16 til 18 ár samkvæmt nýju reglunum.

Sádi-Arabar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að leyfa foreldrum að gifta ungar dætur sínar. Í fyrra varð uppi fótur og fit vegna manns sem gifti átta ára dóttur sína manni á sextugsaldri í skiptum fyrir heimanmund. Móðir stúlkunnar reyndi að fá hjónabandinu hnekkt en því var tvívegis hafnað fyrir dómstólum. Í apríl létu hjónin þó undan utanaðkomandi þrýstingi og skildu.

Aiban segir vandan liggja í því að sharíalög múslima, sem eru grundvöllur sádi-arabíska réttarkerfisins, kveði hvergi á um bann við að börn gangi í hjónaband. Nýjar reglur um þetta þurfi að móta í samræmi við megingildi sharíalaganna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Rexton 2016. Á frábæru verði 3,990,000-
Vorum að fá inn SSangyong Rexton 2016 ekinn 50þús km, sjálfskiptur. Bíll byggðu...
Bolir og buxur
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Bolur 3990 , Buxur 6900 Sími 588 8050. ...
Jólakort til styrktar langveikum börnum
Bumbuloní Jólakort og Merkimiðar. Allur ágóði rennur til styrktar fjölskyldum l...
Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
 
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...