Kynlífskeppni í sjóhernum til rannsóknar

Um 220 karlar og konur starfa um borð í HMAS …
Um 220 karlar og konur starfa um borð í HMAS Success

Rannsókn er nú hafin í Ástralíu vegna ásakana um að liðsmenn í sjóhernum hafi keppt hvor við annan um að sænga hjá kvenkyns kollegum sínum fyrir verðlaunafé. BBC vitnar í áströlsku fréttastofuna Channel Seven sem segir að hásetar um borð í HMAS Success hafi lagt peninga til höfuðs hverrar konu.

Ef náðist að sænga með kvenkyns liðsforingja eða lesbíu, eða þá hafa samfarir á undarlegum stað, þá hækkaði verðlaunaféð í pottinum. Varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að nokkur fjöldi einstaklinga hafi verið sendir aftur til Ástralíu í yfirheyrslu vegna málsins. 

Sagði jafnframt að fjöldi kvartanna frá kvenkyns áhafnarmeðlimum hefði orðið til þess að formleg rannsókn var sett af stað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert