G8: Fimm rétta máltíð áður en rætt verður um hungur heimsins

Leiðtogar G8 ríkjanna snæddu fimm rétta máltíð í kvöld, en næsta málefni á dagskrá G8 fundarins er hungur heimsbyggðarinnar og hvernig skal bregðast við matarskorti.

Á morgun munu fulltrúar afrískra ríkja bætast í hópinn til að ræða matvælaöryggi og þróunarmál.

Haft var eftir Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, fyrr í þessari viku að „hungurneyð sé yfirvofandi og heimurinn verði að bregðast við.“

Engin hungursneyð ríkti þó meðal fundargesta sem í kvöld gæddu sér á heitu tómatasalati með osti, handgerðum makkarónum með ragú sósu, grilluðu lambi með baunum og sumar-trufflum með eggaldinum, grænum baunum, steiktum kartöflum, osti og í eftirrétt var sæt pizza með möndlum. Matarboðið hýsti Giorgio Napolitano, forseti Ítalíu.

Annar matseðill var útbúinn fyrir maka leiðtoganna á sama tíma, en þeir gátu valið milli fjögurra forrétta á undan aðalréttinum, lambi með heitu kartöflusalati og í eftirrétt var heitt og kalt súkkulaði með fennel.

Leiðtogarnir stilla sér upp á G8 ráðstefnunni í L'Aquila.
Leiðtogarnir stilla sér upp á G8 ráðstefnunni í L'Aquila. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert