Bannað að hæða forsetann

Asif Ali Zardari, forseti Pakistans, með Condoleezzu Rice, fyrrum utanríkisráðherra ...
Asif Ali Zardari, forseti Pakistans, með Condoleezzu Rice, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP
Sett hafa verið lög í Pakistan sem banna Pakistönum að hæða forseta sinn í tölvupósti, á bloggsíðum eða í smáskilaboðum. Allt að fjórtán ára fangelsisvist liggur, samkvæmt nýju lögunum, við slíkum brotum. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.Samkvæmt heimildum breska blaðsins The Daily Telegraph verður lögunum framfylgt af mikilli hörku en alríkislögreglu Pakistans er ætlað að rekja slóðir brandara um Asif Ali Zardari, forseta landsins, á netinu.

Rehman Malik, innanríkisráðherra landsins, segir lögin sett til þess að hamla illkvittnislegum áróðri gegn ríkisstjórn landsins. „Þetta skref mun heimila refsingar gegn þeim sem semja illgirnislegar og tibúnar sögur um borgaraleg yfirvöldum og senda þær í tölvupóstum eða með smáskilaboðum,” sagði hann.

 

Bloggarar og aðrir þeir sem vilja gera grín að Zardari forseta með aðstoð tækninnar hafa þegar brugðist við hinum nýju lögum með því að gefa forsetanum gælunöfn á borð við „dacu” (stigamaður) og „choor” (þjófur).

 Gagnrýnendur nýju laganna segja þau minna á stjórnartækni Musharrafs, fyrirrennara Zardaris í embætti.

Í síðasta mánuði var lagður skattur á smáskilaboð til að reyna að stemma stigu við fjöldasendinum af þessu tagi. Hann var hins vegar afnuminn að nýju þar sem hann kom strax niður á tekjum símafyrirtækja.

Málið varð hins vegar til þess að ýta enn frekar undir sendingu háðsskeyta um Zardari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
HÁ -Emm tölvuviðgerðir Hér er hægt að g
HÁ-Emm tölvuviðgerðir Hér er hægt að gera við tölvur gegn vægu gjaldi!!! Er með ...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...